Um ökukennarann

Ég heiti Frímann Baldursson og kenni til almennra ökuréttinda (B-flokk). Ég útskrifaðist úr ökukennaranáminu í desember 2019 og hóf kennslu í kjölfarið á því.

Ég er búsettur á Selfossi og mun aðallega kenna á því svæði og í nágrenni en einnig á höfuðborgarsvæðinu sé þess óskað.

Ég hef starfað í lögreglunni í yfir 20 ár og vinn við það samhliða ökukennslunni. Ég er einn af forgangsakstursþjálfurum lögreglunnar og kenni jafnt lögreglunemum sem og starfandi lögreglumönnum.

Hægt er að hafa samband við mig í síma 835 3700 eða með því að senda tölvupóst á frimann@bprof.is.